Örvitinn

Hugrenningar um málþing

Ég lofaði því í gær að ég skyldi taka saman hugrenningar mínar um málþingið.

Eins og ég sagði þá varð ég fyrir vonbrigðum. Ég veit svosem ekki hverju ég átti von á. Hugsanlega var ég of bjartsýnn, hélt að þarna yrði fólk opið fyrir umræðu en ég fór út þeirrar skoðunar að þarna hefði ekki nokkur maður mætt með opinn huga. ( nema náttúrulega ég :-P )

Tómas Ingi Olrich talaði fyrstu og hljómaði eins og ráðherra !! Í rauninni sagði hann lítið markvert, kom bara með frasana um kristilegt siðferði og vitnaði í kennsluskrá.

Næstur til máls var Sr. Sigurður Pálsson sóknarprestur. Hann talaði eins og prestur !! Það er að segja með óþolandi tón, talaði yfir salinn í stað þess að tala við hann. Hvað um það, prestar tala svona, maður verður bara að bekena þessa fötlun þeirra.

Innihaldið var jafn prestlegt og talandinn. Hann vitnaði í Siðfræði Páls Skúlasonar og velti fyrir sér hugtakinu umburðarlyndi. Ég hefði verið til í að grípa þar inn í og benda honum á pælingar Páls varðandi umburðarlyndi gagnvart skoðunum.
(maður sýnir fólki virðingu með því að gagnrýna skoðanir þess, ekki með því að sýna skoðunum þeirra virðingu)
Ég hafði það á tilfinningunni að Séra Sigurður væri að reyna að vera svakalega umburðarlyndur en gerði sér um leið nákvæmlega enga grein fyrir því að það felst þversögn í því að segjast vilja umburðarlyndi og boða um leið trú í skólum. Vandi hans og skoðanabræðra hans er að þau hafa sannfært sig um að eins og staðan er í dag felist nákvæmlega ekkert trúboð í Kristnifræðikennslu í grunnskólum. Ég tel þetta vera alrangt og held ég geti fært góð rök fyrir því.

Einnig þótti mér undarlegt að heyra hann lýsa sérstöðu kristilegs siðgæðis sem felst að hans sögn í því að kristna útgáfan af Gullnu reglunni felur í sér virka afstöðu. Með öðrum orðum, aðrar útgáfur segja, "ekki gera öðrum það sem þú villt ekki að aðrir geri þér" en kristna útgáfan segir "gerðu öðrum eins og þú vilt að þeir gjöri þér". Þarna finnst mér kristallast sú vonlausa staða sem prestarnir eru komnir í. Sérstaða þessa stórkostlega boðskapar sem þeir hafa tangarhald á og þröngva í skólana okkar er svo bara einhver tittlingaskítur þegar allt kemur til alls.

Jæja, Hanna Ragnarsdóttir talaði um rannsóknir sem mér þóttu ekkert sérlega merkilegar :-P

Eftir hlé talaði Fanney frá Hvítasunnusöfnuðinum fyrst. Hún hafði náttúrulega afskaplega miklar áhyggjur af klám og kynlífsvæðingunni. Ég náði því nú ekki alveg hvernig hneykslun hennar á nöktum líkömum tengdist umræðuefninu. Í lokin hjó hún svo á því að það væri margt mikilvægara en að stressa sig á kristnifræði í skólum. Gott og blessað, það er margt mikilvægara en að hlusta á klikkhaus úr Hvítasunnusöfnuðinum tjá sig um ... tja nokkurn skapaðan hlut :-) (jájá, umburðarlyndi og skilningur bla bla)

Bjarni Jónsson talaði svo fyrir hönd siðmenntar. Bjarni og Hope voru eitthvað að stressa sig á því að erindi Bjarna kæmi eins og sprengja í salinn. Mér þótti það nú bara ansi kurteist og hógvert. Trúmenn líta eflaust öðruvísi á það. Ég tók ekki eftir neinu í erindi hans sem hægt var að túlka vitlaust. Kennaramenntað fólk í salnum fór nú samt létt með það :-)

Á eftir Bjarna kom Svanbergur K. Jakobsson frá Vottum Jehóva. Svanberg var nú eiginlega lang bestur af trúmönnum. Hann fjallaði um þær aðstæður sem börn Votta lenda í í skólum og lýsti viðhorfum vottanna ágætlega. Þegar allt kemur til alls virkaði hann mun hógværari trúmaður heldur en Séra Sigurður, þrátt fyrir að ég viti vel að sú er ekki raunin.

Síðan hófust umræður. Nokkrir kennarar beindu spurningum sínum að Bjarna. Annar kennarinn var prestur, hinn Djákni. Ég lista þessar athugasemdir og svörin við þeim neðst í punktunum í gær.

Þegar kennarrnir fóru svo að bera saman Sókrates og Jesú út frá sagnfræðilegum forsendum missti ég alveg andlitið og spurði þá beint út hvort það væri kennt sem staðreynd að Sókrates hafi raunverulega verið til. Þegar ég sat námskeiðið Fornaldarheimspeki í Háskólanum man ég vel eftir að rætt var um að ekki væri almennilega vitað hvort Sókrates hafi verið raunveruleg persóna eða skáldskapur Plató. En eins og svo er bent á á póstlista SAMT í dag, þá skiptir það ekki öllu máli. Hugmyndir þær sem eignaðar eru Sókratesi standa þó Sókrates hafi verið hugarburður en Kristin trú er ansi fallvölt ef Jesú Jósefsson reynist hugarburður (sem hann náttúrulega er en það vissuð þið... ekki satt... ekki láta mig þurfa að berja þetta ofan í ykkur :-P )

jæja... þetta er nóg.

efahyggja