Örvitinn

æfing í gærkvöldi

Fór á æfingu með Henson í gærkvöldi á gervigrasinu í Breiðholti. Þrekið er orðið nokkuð gott, að minnsta kosti hljóp ég allan tímann og var að taka menn á sprettinum.

Var tæpur í lærinu í byrjun, þannig að ég tók því frekar rólega fyrstu fimmtán mínúturnar á meðan ég var að hitna. Kannski var það ástæðan fyrir því að ég entist út tímann.

Held reyndar að þessi leikjalota undanfarið sé að skila sér í auknu þoli. Það jafnast fátt á við það að spila alvöru fótboltaleik þegar kemur að þrekæfingum. Blanda af rölti, skokki og sprettum á fullu í 80 mínútur.

Fer ekki í World Class í dag, helvíti mikið að gera í vinnunni og svo ætlar Gyða út í kvöld. Fer á morgun og tek hressilega á því.

En fótboltinn í gærkvöldi útskýrir semsagt þyngartölu dagsins.

heilsa
Athugasemdir

Regin - 17/10/02 12:56 #

Þú ert bara að hverfa, það er ekert flóknara en það! Þú verður samt heldur betur að taka á því ef 80kg á að nást fyrir jól!

Matti Á. - 17/10/02 13:06 #

jamm, 80kg fyrir jól stendur tæpt eins og er, við skulum sjá til :-)

Hef annars verið að ná smá tökum á kvöldmatnum undanfarið. Það er helsta vandamálið eftir að ég hætti að borða kvöldmat hér í CCP, ég borða of mikið á kvöldin heima hjá mér.

Gyða er ekki nógu dugleg að skammta mér á diskinn!!

Gyða - 17/10/02 13:10 #

Ég skal taka alveg sjá um það byrja strax í kvöld :-) Gyða skammtari

Matti Á. - 17/10/02 14:57 #

Ef þú byrjar ekki að skammta mér held ég að ég neyðist til þess að fara að elda verri mat :-)

Gyða - 17/10/02 23:42 #

uss uss eins gott að standa sig ekki vil ég taka séns á því :-) Gyða