Örvitinn

fáránleg sekt

Gyða fékk tilkynningu um álagningu stöðvunarbrotagjalds á bílnn okkar í dag. Slíkt gerist nú hjá mörgum þannig að varla ætti ég að blóta undan því.

En ég blóta samt.

Bílnum okkar var lagt fyrir ofan heimili okkar í Bakkaseli líkt og myndin sýnir. Guli punkturinn er á okkar húsi.
parking.gif

Samkvæmt sektarmiðanum er sektin fyrir eftirfarandi: Stöðvað/lagt á gangstétt, gangstíg, umferðareyju eða svipuðum stað.

Ég ætla að fara í Bílastæðasjóð á morgun og mótmæla þessu harkalega.

Í fyrsta lagi er bílum lagt þarna alla daga. Á hverri nóttu eru fimm til sex bílar á þessum stað. Við höfum búið hér í rúmlega eitt ár og ekkert bendir til þess að ekki megi leggja bílum á þessum stað. Rétt hjá þeim stað sem bíllinn okkar stóð (græni kassinn) stendur kerra sem hefur verið þar í nokkra mánuði.

Í öðru lagi er bílunum ekki lagt á göngustígnum eins og sést á myndinni. Bílarnir hindra á engan hátt umferð gangandi vegfaranda. Að mínu mati er alveg ljóst að í ákvæðinu sem vísað er á sektarmiðanum er tilgangurinn sá að koma í veg fyrir að bílum sé lagt þannig að þeir hindri umferð gangandi vegfarenda. Ég held það sjáist ágætlega á myndinni að bíllinn okkar hindraði engan þar sem honum var lagt.

Ég tel einnig vafasamt að skilgreina göngustíginn þannig að hann breikki skyndilega þegar komið er upp fyrir húsið okkar. Hér er mynd sem ég tók úr garðinum okkar af þessum "stæðum" rétt í þessu. Eins og sést eru fimm bílar þar núna. Okkar bíll er ekki þar á meðal enda leggjum við yfirleitt ekki þarna. Það vildi bara þannig til í dag að Gyða var að koma heim með fullt af dóti eftir að stelpurnar höfðu gist hjá tengdó í gær og lagði hún þar sem bílinn sem er næst okkur er.

parking.jpg

parking2.jpg

Segi frá því á morgun hvað gerist hjá bílastæðasjóði.

kvabb
Athugasemdir

Eggert - 23/10/02 02:12 #

Þeir láta þig bara fylla út kvörtun.

Matti Á. - 23/10/02 08:59 #

Beiðni um endurskoðun heitir það víst í dag. Ég fylli hana út og fylgi málinu svo eftir.

Þessar 2500 krónur verða ekki borgaðar nema allt annað þrjóti.

regin - 23/10/02 09:34 #

Ég sé nú ekki mikið hvað er á þessari seinni mynd.

Matti Á. - 23/10/02 10:11 #

Þá þarftu að skrúfa upp birtuna á skjánum þínum :-)

(tja, ég gæti líka lýst myndina) Það kemur ekki vel út þannig að ég bæti inn annarri mynd, sérðu þetta núna ?

Matti Á. - 23/10/02 11:31 #

Fór og sótti pappíra hjá bílastæðasjóði áðan og ætla að fylla þá út á eftir.

Sé ekki betur en að einhver yfirmaður hjá bílastæðasjóði úrskurði í málinu og úrskurður hans sé endanlegur. Ég þarf að fylla þetta vandlega út og vísa í lög og reglur sem ég tel að ég hafi ekki brotið.

Þetta er nú meira ruglið.

Eggert - 23/10/02 15:24 #

Þetta er helvítis rugl allt saman, enda hafa þeir þetta viljandi svolítið erfitt fyrir mann - mörgum finnst sennilega einfaldara að borga rangláta sekt heldur en að finna Bílastæðasjóð og fylla út beiðni um endurskoðun.

Eggert - 23/10/02 15:30 #

Þeir mættu nú annars frekar leggja sig fram við að fara í götuna mína og sekta þá sem leggja á gulbröndóttu kantana. Maður getur ekki mætt neinum lengur á leiðinni út af planinu nema einhver bakki eða stoppi. Annars finnst mér þetta allt saman fáránlegt - álagning ríkisins bensínverð mætti alveg vera eyrnamerkt þessu eins og 'vegaframkvæmdum' á einhverja þjóðvegi sem enginn keyrir hvort eð er nema einhverjar rjúpnaskyttur á stórum jeppum á nagladekkjum sem skemma vegina strax. Það þrífst ekkert í miðbænum lengur nema okur(fata- og bókabúllur) (eftir að klámbúllurnar voru bannaðar) - og allt er það út af fáránlegum stöðumælagjöldum. Skrítið að sjá þessi fífl í Breiðholtinu líka - mér hefði fundist eðlilegt að gera eitthvað í þessu ef einhver myndi kvarta.

regin - 23/10/02 15:52 #

Sé þetta mun betur núna. að berast?

Matti Á. - 23/10/02 16:03 #

Jæja, það gerðist ekkert hjá bílastæðjasjóði :-)

Ég sótti pappíra, fyllti þá svo út og rölti með þá aftur. Ég ætla svo að borga sektina með fyrirvara á gjalddaga. Prentaði meðal annars út kortið hér að ofan og sendi með. Klikkaði á því að setja vísun á þessu dagbókarfærslu.

Ég hef svo ekki hugmynd hvað það tekur langan tíma að afgreiða þetta.

Eggert - 23/10/02 16:53 #

Er búinn að bíða í u.þ.b. mánuð út af beiðni um endurskoðun sem ég skilaði inn um daginn. Ég myndi ekki halda niðri í mér andanum.

Óli Kr - 24/10/02 09:53 #

Ég sko sagt ykkur hvað gerist eftir að hafa lent í þessum bjánum 3 sinnum. Þú er beðinn um að óska eftir endurskoðun, sem í raun þýðir að sami maður(bjáninn sem að situr í ynnsta herberginu(perrinn frá Hverfisgötunni þar sem Davið bjó)) Skoðar pappíranna aftur, eða segist hafa gert það, til þess eins að segja þér að þessi sekt skulir þú borga. Ég lent í svipuðum málum á mánagötunni, bílum hafði verið lagt í áratugi á ákveðinn hátt. Svartstakkar mættu eina nóttina og straujuðu götuna. Ég lenti í eilífðar hringavitleysu með þetta, bílastæðasjóður benti á lögguna og löggan benti á bílastæðasjóð og þannig stóð. Málið endaði þannig að ég nennti ekki að standa í þessu og bara borgaði bullið eftir að forstöðumaður hjá bílastæðasjóð fékk nóg af mér og henti mér út. Þá var þessi perri búinn að ljúga að mér það væri nefnd sem að myndi taka þetta mál fyrir og úrskurða í málinu, sem að mér fannst nokkuð lýðræðislegt og taldi að menn myndi nú sjá að sér í vitleysunni, en nei nei þegar ég fór að athuga með þessa nefnd þá var víst engin nefnd til, þetta eru bara sami vitleysingurinn að skoða sömu vitleysuna aftur. Ég man ekki eftir að hafa verið eins reiður í langan tíma eins og þegar ég var að eiga við blessaðan bílastæðasjóðinn.Þetta er eitt dæmi af 3 sem ég get sagt frá um vitleysisgangin þarna. Í dag fer ég aldrei ef ég kemst hjá því niður í miðbæ á þeim tíma þegar bílastæðasjóður er á kreiki. Ef þú vilt spara þér tíma Matti í vitleysu er lang einfaldast að borga og þegja.

Matti Á. - 24/10/02 09:56 #

Ég mun borga með fyrirvara. Von mín er svo að fá endurgreitt... en sú von mín er nú að verða að engu eftir lestur athugasemdar þinnar :-)

Davíð - 27/01/03 13:22 #

...já drengir mínir... ég dáist af ykkur! Óli minn.... var þetta ekki alltaf spurning um prinsipp frekar en peninginn??? Pervertinn á Hverfisgötunni heitir Trausti og er mikill snillingur. Spilar á harmonikku og það var ósjaldan að hann og frúin hans spiluðu fram á rauða nótt lög eins og: Suðurnesja menn, undir bláhimni og kötukvæði. Hann á nikunni og kerlingin söng! Men.... og allt barst þetta á milli gólfa í þessu annars ágæta timburhúsi eins og ég væri sjálfur staddur á "tónleikunum."

Berjast!