Örvitinn

hitt og þetta

Nóttin var með erfiðara móti. Inga María vakti all lengi og vældi. Það var ekki fyrr en hún fékk stíl sem hún sofnaði almennilega.
Ég fór svo á fætur um hálf átta í morgun, svaf yfir mig og Áróra greyið var alltof seint á ferðinni, vonandi var hún ekki mjög sein í skólann.

Fór á æfingu með Henson í gærkvöldi og tók vel á því. Gríðarleg hlaup í gangi og löng æfing, tæplega tvær klukkustundir. Þyngd dagsins er líka sú lægsta hingað til. Alltaf gaman að því.

Gyða fer í saumaklúbb í kvöld og ég verð einn heima með stelpurnar. Geri ráð fyrir því að Inga María vakni fimmtán mínútum eftir að mamma hennar yfirgefur svæðið þannig að nú þarf ég að undirbúa mig vel, vera búinn að koma mér vel fyrir í sófanum með allt innan seilingar og vona svo bara að enginn komi og hringi dyrabjöllunni :-)

Ég held ég verði ansi syfjaður í dag.

dagbók
Athugasemdir

regin - 24/10/02 13:51 #

Mikið andskoti var karlinn léttur í morgun