Örvitinn

dagurinn í dag

Svaf frameftir í morgun eins og lög gera ráð fyrir. Við fórum svo í hádegismat til tengdó eins og við gerum alltaf á laugardögum. Yfirleitt borðum við nú bara brauð úr bakaríinu en núna bættist slátur við og var það ekki slæmt.

Svo fóru Gyða og Áróra á skauta í skautahöllinni með bekknum hennar Áróru. Ég, Kolla og Inga María fórum heim til foreldra minna þar sem ég horfði á Liverpool sigra Tottenham og varð ég við það afskaplega kátur.

Fórum í ríkið og svo heim þar sem við elduðum lasagna áður en ég brunaði í fótbolta klukkan sex. Tók á því eins og brjálæðingur, náði meira að segja skapinu aðeins upp. Fínn bolti.

Fór þá og sótti Kötu, Arnald og Eyjólf Emil en þau voru að koma í kvöldmat til okkar. Bílnum þeirra var stolið fyrir rúmlega mánuði síðan og Kata fer nú ekki að ganga til okkar svona kasólétt. Borðuðum hér kvöldmat og áttum svo notalega kvöldstund.

Þannig var það nú.

dagbók