Örvitinn

sunnudagur

Ætla að troða hér inn frásögn af Sunnudeginum, þó hún sé skrifuð á mánudegi. Ég þurfti náttúrulega að vakna eldsnemma eins og lög gera ráð fyrir. Stelpurnar voru nú bara hressar þannig að þetta var ekki mikið mál. Fékk svo að leggja mig eftir að Gyða vaknaði.

Ferðavélin var eitthvað að stríða mér, fraus algjörlega í nokkur skipti. Endaði með því að ég framkvæmdi dæmigerða tölvuviðgerð. Skrúfaði í sundur og setti saman aftur. Tölvan virðist hanga uppi ef ég er ekki með minniskubb í annarri raufinni. Gæti samt verið tilviljun.

Ég tók smá rispu á neðstu hæðinni og byrjaði að rífa niður veggina í gluggalausa herberginu. Við ætlum að sameina það herbergi stóra herberginu og útbúa sjónvarpsstofu. Ég náði nú ekki að klára mjög mikið áður en Gyða þurfti að fara í afmæli til ömmu sinnar en þetta verk er þó hafið.

rifa_vegg01.jpg

Eftir að Gyða kom heim heim ákváðum við að skella okkur í göngutúr í Elliðadal. Svona til þess að viðra stelpurnar aðeins :-)

ellidaa.jpg


Þetta var ágætur göngutúr þrátt fyrir kulda og vosbúð. Inga María var ekkert alltof hress í lokin og við gengum rösklega til baka að bílnum. Brunuðum heim og gáfum Áróru og Kollu heitt kakó til að ylja sér. Slóum þessu svo upp í kæruleysi og pöntuðum pizzu frá Dóminós. Eftir að stelpurnar voru sofnaðar sat ég í sófanum með ferðavélina í fanginu og horfði á Silfur Egils. Komst að því að ég hef ekkert gaman að því að horfa á pólitíkur rífast. Sló þessu svo upp í kæruleysi og át afganga af snakki frá laugardagskvöldinu og drakk einn ískaldan bjór.

ellidaa2.jpg

dagbók