Örvitinn

Með kynlíf á heilanum

Jújú, ég er með kynlíf á heilanum. Þannig er ég skapaður frá náttúrunnar hendi. Svo getur ýmislegt haft áhrif á þetta ástand. Stress eða offita getur valdið því að áhuginn minnkar á meðan ólíklegasta áreiti getur valdið því að sóðahugsanir læðast að.

Í rauninni má því segja að ég sé með kynlíf í heilanum.

Ég er sem betur fer í ágætum félagsskap, flestir eru með kynlíf á heilanum. Einn er samt verri en aðrir en það er hann Gvuð.

Gvuð er mjög upptekinn af kynlífi. Hann vill helst ekki að fólk stundi kynlíf fyrir hjónaband. Ekki vill hann að fólk stundi kynlíf með fólki af sama kyni. Ég veit samt ekki til þess að hann hafi nokkuð á móti því að fólk stundi kynlíf með börnum sem sýnir náttúrulega vel forganginn hjá karlinum. Mig minnir að hann anist eitthvað út í að fólk (menn) stundi kynlíf með dýrum í bókinni sinni en ég gæti verið að rugla.

Við vitum af hverju ég er með kynlíf á heilanum. Þannig er maðurinn skapaður frá náttúrunnar hendi. Kynlíf er gott (þegar vel er gert) og fólk vill náttúrulega gera það sem er gott. En nei, leikurinn hjá þessum Gvuði tarna virðist ganga út á að það sem er gott er bannað. Skrítið að hann banni ekki skyndibita. "Eigi skulu menn éta kartöflustrimla sem eldaðir eru í bráðinni dýrafitu" myndi eflaust standa í skruddunni ef hún væri skrifuð í dag.

En hvað veldur því að þessi magnaði Gvuð er sífellt að stressa sig á kynlífi?

Ég gruna að mikið af þeim boðum og bönnum sem finnast í Biblíunni hafi upprunalega komið til af praktískum ástæðum. Einhverjar matvörur hafa hugsanlega verið bannaðar sökum sjúkdóma. Er ekki líklegt að svínakjöt hafi iðulega valdið veikindum og menn þá bara bannað það.

Kynlíf er náttúrulega tilfinningamál. Afbrýðissemi er lúmskur andskoti og getur valdið vandræðum. Hugsanlega hefur einhver getulaus öldungurinn verið að horfa upp á enn eitt ástríðumorðið þegar hann hefur hugsað með sér "þetta kynlífsfrjálsræði gengur ekki lengur" og svo hefur hann hóað í getulausa vini sína og þeir hafa ákveðið að skella þessu á listann. "Ekkert kynlíf" Kannski grasseraði einhver kynsjúkdómur og menn tóku eftir því að getulausa liðið sýktist ekki.

Samkynhneigð þótti ekkert tiltökumál í Grikklandi til forna. Ungir drengir voru kynlífsleikföng mektarmanna. Væntanlega drengir frekar en stúlkur til að koma í veg fyrir þunganir. Á þessum tíma hafa menn væntanlega ekki séð neitt athugavert við það að fólk fróaði sér með hverjum sem er. Kyn var aukaatriði í kynlífi.

Hvað með sjálfsfróun. Hverskonar perversjón er það að banna sjálfsfróun? Pælið í því.. hvað í ósköpunum getur verið að því að fróa sér. Ekki get ég séð að það skaði nokkurn þó einhver annar frói sér.

Vissulega væri það að einhverju leiti óþægilegt ef fólk væri að rúnka sér úti um allar trissur. En gat Gvuðinn ekki bara bannað sjálfsfróun á almannafæri... svona svipað og hann segir að fólk eigi að biðja bænirnar sínar í einrúmi.

Sjálfsfróun og bænir.
Ég held að þessir gjörningar séu náskyldir. Meira um það síðar. Ætli þetta sé leiðin til að ná til unga fólksins í kss. "Sjálfsfróun eða bænir, veljið sjálf"

efahyggja klám
Athugasemdir

Regin - 28/10/02 13:17 #

Amen. Stök snilld.

Zerg - 28/10/02 16:39 #

Ekki gleyma Matti að Gvuðinn skandalaði fyrir 2000 árum og menn eru ennþá að tala um það. Að hugsa sér að endalausum milljörðum króna hefur verið eitt í hof og preláta vegna eins framhjáhalds í palestínu forðum daga. Já, fólk hefur jafnvel mynd af naglfestu fóstri á kross hangandi á sér til minningar um heimsins dýrasta drátt sögunnar, tilbúnir með meðlagsgreiðslur til sérstakra stofnanna vegna þess.

Kveðja Zerg