Örvitinn

eins hreðurmiklir og asnar

1. Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:

2. Mannsson, konur voru tvær, dætur sömu móður.
3. Þær frömdu hórdóm á Egyptalandi, þær hóruðust í æsku. Þar létu þær þukla um brjóst sér og þar fóru menn höndum um meyjarbarm þeirra.
4. Hin eldri hét Ohola og systir hennar Oholíba. Og ég eignaðist þær báðar, og þær ólu sonu og dætur. Og Ohola hét síðar Samaría og Oholíba Jerúsalem.
5. En Ohola tók fram hjá mér og brann af girnd til friðla sinna, til Assýringa, hinna nafntoguðu,
6. sem klæddir voru bláum purpura, jarlar og landstjórar, allt saman fríðir æskumenn, riddarar ríðandi hestum.
7. Og hún helgaði þeim hóranir sínar, öllum úrvalsmönnum Assýringa, og hún saurgaði sig á skurðgoðum allra þeirra, er hún brann af girnd til.
8. Þó lét hún ekki af hórunum sínum frá Egyptalandi, því að þeir höfðu legið með henni í ungdæmi hennar og farið höndum um meyjarbarm hennar og hellt yfir hana hóran sinni.
9. Fyrir því seldi ég hana í hendur friðla sinna, í hendur Assýringa, er hún brann af girnd til.
10. Þeir beruðu blygðan hennar, tóku burt sonu hennar og dætur og vógu hana sjálfa með sverði, svo að hún varð öðrum konum til viðvörunar, og framkvæmdu þannig refsingardóminn á henni.
11. En þótt systir hennar Oholíba sæi það, þá varð hún þó enn frekari í lostanum og drýgði enn meiri saurlifnað en systir hennar.
12. Hún brann af girnd til Assýringa, nafntogaðra jarla og landstjóra, sem voru frábærlega prúðbúnir, til riddara, sem riðu hestum, allt saman fríðir æskumenn.
13. Og ég sá, hversu hún saurgaði sig. Eitt og hið sama var háttalag beggja þeirra systra.
14. En hún hélt áfram að drýgja hórdóm, og er hún sá menn dregna á vegg, myndir af Kaldeum, málaða með menju,
15. gyrta belti um lendarnar, með vefjarhöttu um höfuðin, alla saman hina hermannlegustu, mynd af Babýloníumönnum, en ættland þeirra er Kaldea,
16. þá brann hún af girnd til þeirra, er hún leit þá augum, og gjörði sendimenn til þeirra til Kaldeu.
17. Og Babýloníumenn gengu inn til hennar, til ástasamlags við hana, og flekkuðu hana með saurlifnaði sínum, og hún saurgaði sig á þeim. Þá sneri sál hennar sér frá þeim.
18. Og er hún framdi saurlifnað sinn berlega og beraði blygðan sína, þá sneri sál mín sér frá henni, eins og sál mín hafði snúið sér frá systur hennar.
19. En hún varð enn frekari í hórdómi sínum, með því að hún minntist æskudaga sinna, þá er hún framdi saurlifnað á Egyptalandi.
20. Og hún brann af girnd til friðla þeirra, sem voru eins hreðurmiklir og asnar og gusan úr þeim sem úr stóðhestum.

Esekíel 23:1-20

ps. Takið eftir vefslóðinní á þessari færslu: /matti/dagbok/000666.html Tilviljun?? Ég held það nú.

efahyggja
Athugasemdir

Eggert - 31/10/02 01:22 #

Matti, Matti, Matti.
Af hverju ertu að runka þér yfir eldgamalli klámbók eins og Biblíunni!
Hvað varð um www.asstr.org, er það ekki nógu kinky fyrir þig?