Örvitinn

gosdrykkir og fíkn

Það skiptir engu máli hvað ég tek mér fyrir hendur, alltaf skal ég verða fanatískur andskoti með alltof öfgafullar skoðanir.

Núna riðar þjóðfélagið á barmi taugaáfalls vegna þess að það eru einhverjir nýir gosdrykkir komnir á markað. Vanillu kók, lemon diet kók og blátt pepsi. Fólk hefur mismunandi skoðanir á því hvernig þetta bragðast og það virðist vera voðalega hip að finnast hitt og þetta vont eða gott.

En ég segi það og skrifa, gosdrykkir eru fyrir aumingja. Aumingja eins og ég var einu sinni.

Drakk tvo lítra af diet kók á dag, gat ekki forritað án þess að hafa viðbjóðinn innan handar. Dældi þessu ofan í kok og leið betur eftir.

Svo bara hætti ég. Flóknara er það ekki. Ég hætti að drekka viðbjóð og drekk bara vatn í staðinn. Sódavatn á hátíðisstundum. Það tók mig viku að losna við hausverkina og í einhverja mánuði á eftir langaði mig að slefa oní mig sykurleðjuvatni með koffíni.. en ég lét bara ekki eftir löngun minni.

Ég skil ekki fólk sem vælir yfir því að geta ekki hætt að gera hitt og þetta. "Æi, það er svo erfitt að hætta að reykja" væla þau (ha strákar... aumingjar) og fá sér svo eina sígarettu í viðbót. Oh, þetta er svo gott. Það er ekkert sem ég gæti ekki hætt að gera í dag ef ég sæi einhvern tilgang með því að hætta.

úff... verð að hætta núna, er alveg við það að hrauna hressilega yfir fólk sem ég vill ekki hrauna yfir :-) Get ekki hætt að skrifa eitthvað tilgangslítið í dagbókina :-P

dagbók