Örvitinn

meiri vinna - minni þyngd

Aftur vann ég fram á nótt í gær. Var að til tvö og tókst að leysa vandamál sem ég hef verið að glíma við í nokkurn tíma (tja, vonandi tókst það)

Í morgun sá ég lægstu töluna hingað til, það kom mér nokkuð á óvart þar sem ég tók ágætlega til matar míns í gærkvöldi og hreyfði mig ekkert í gær.

Kláraði eina umferð á helming veggjanna í sjónvarpsstofunni í gær. Ætla að skella annarri umferð á áður en ég fer í vinnuna.

Er ennþá heima, Gyða var að funda með námsráðgjafa í Ölduselsskóla og ég var með stelpunum, rölti á leikskólann með Kollu. Svo er stefnan sett á ræktina áður en ég mæti í vinnunna. Held það sé í lagi að maður mæti seint suma daga.

Liverpool - Basel í kvöld... ég er stressaður. Um leið er ég meðvitaður um það hvað það er kjánalegt að vera stressaður útaf fótboltaleik :-)

Ég er bitur maður.

Á visi virðist Theódór vinur minn vera kominn á þá skoðun að galdramenn séu alvöru, sem betur fer er honum svarað og hann virðist eitthvað draga úr orðum sínum... ég held samt að hann hafi ekki verið að grínast.

dagbók