Örvitinn

Ensími á Gauknum

Útgáfutónleikar Ensími á Gauknum í kvöld, það er málið.

Rafvirkinn kom heim í morgun og skoðaði stöðuna. Þetta lítur ágætlega út, líklegt að hægt verði að draga þetta í veggi í stað þess að leggja þetta meðfram. Það eru rör fyrir bæði síma og sjónvarp niður og ætti að vera hægt að draga í það.

Reyndar komast þeir ekki í þetta fyrr en eftir helgi, þannig að herbergið verður ekki tilbúið á laugardaginn þegar við höldum upp á afmælið hennar Ingu Maríu. Það verður þá vonandi bara tilbúið fyrir afmælið mitt :-)

Á póstlista SAMT var verið að spyrja hvernig trúleysingjar halda upp á jólin og þá sér í lagi þeir allra hörðustu. Ég áttaði mig á því þegar ég las þetta að meira segja innan hóps trúleysingja er ég öfgamaður. Ekkert að því svosem aðl vera öfga skynsemishyggjumaður. Skil reyndar ekki hvernig hægt er að vera efahyggjumaður í hófi. En það er nú annað mál.

Nýja platan með Ensími er ekki til hér í vinnunni. Nýja platan með Audioslave er aftur á móti hérna og ég er að hlusta á hana þessa stundina.

dagbók