Örvitinn

veikindi

Þegar ég kom heim af tónleikunum í nótt (hálf eitt) var Gyða í sófanum. Hún var slöpp þegar ég fór og ætlaði að fara að sofa. Heilsan versnaði þegar leið á kvöldið og hún gerði margar tilraunir til þess að ná í mig en ég heyrði ekki bofs í gemsanum á gauknum.

Nóttin var svo ansi erfið og ekki var mikið sofið. Sem betur fer svaf Kolla frameftir og Áróra var hjá pabba sínum. Ég gat því sofið til níu og náði eflaust þremur til fjórum tímum í nótt.

Er svo bara heima í dag, ég og Inga María skruppum niður í vinnu áðan til að sækja ferðatölvuna. Fengum okkur að borða þar og Inga María var hress og kát. Frekar feimin en borðaði vel.

Höfum ákveðið að fresta afmælisboðinu hennar Ingu Maríu en hún verður eins árs á morgun. Höldum upp á afmælið hennar á laugardaginn eftir viku, afmælisdaginn minn.

dagbók