Örvitinn

stjörnuspeki

Þegar ég og Inga María mættum í vinnuna í hádeginu sagði ég frá því að hún ætti afmæli á morgun. Jón Hallur tónlistargúrú fór þá að nefna að hún væri Sporðdreki og taldi upp eiginleika sem því fylgja. Þetta kom mér dáldið á óvart þar sem hann hefur yfirleitt komið mér til sjónar sem frekar rational náungi. Ég sagði honum að ég gef lítið fyrir þessa speki og ræddi það svo ekki meira.

En hvernig dettur fólki í hug að eitthvað sé að marka þetta bull? Ég meina, það er ekki eins og það sé einhver glóra í þessu. Persónuleiki manna mótast af því hver afstaða jarðar er til himintungla við fæðingu !!!

Eins og með allt svona nenni ég ekki að rökræða þetta við fólk þegar þetta kemur upp. Einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að standa í því að annars skynsamt fólk haldi því fram að ég sé lokaður og þröngsýnn sökum þess að ég sé ekki ástæðu til þess að trúa einhverju sem ekkert vit er í.

Annars þykir mér þessi stjörnuspekingur ekki mjög fær.

önnur hindurvitni