Örvitinn

lagnafréttir

Rafvirkinn kláraði heima áðan. Tölvutenging heimilisins dottin út þar til ég færi og tengi í kvöld.

Gamla tölvan fer semsagt inn í búr ásamt ADSL módeminu og hubbnum. Laser prentarinn verður líka inni í búri. Inni í búri eru núna þrjú nettengi á veggnum, eitt leiðir inn í stofu, annað inn í sjónvarpsherbergið gamla og eitt niður í nýja sjónvarpsherbergið.

Þannig að þetta er í rauninni ekkert mál. Setti VNC upp sem service á gömlu vélinni í gær, þannig að það ætti að vera nóg að kveikja á henni og tengja við netið til þess að geta stjórnað henni.

Þarf að finna út hvort ég get ekki látið hana tengjast ADSL sjálfkrafa, þ.e.a.s. án þess að maður þurfi að logga sig inn sem notandi og tengjast þannig í gegnum dial up networking.

tækni