Örvitinn

stofan tilbúin (eða því sem næst)

Þórður bróðir minn kom hingað í kvöld og hjálpaði mér að bera sjónvarpið og sófann niður í nýju sjónvarpsstofuna.

Þetta kemur mjög vel út og mér og Gyðu finnst eiginlega eins og við höfum verið að flytja.

Svona leit þetta út fyrir nokkrum vikum.

Síðan svona.

Í kvöld leit stofan svo svona út.

Myndirnar eru allar teknar á sama stað eins og sést á ljósinu.

Eitt höfum við uppgötvað, við heyrum ekki í dyrabjöllunni hérna niðri. Dáldið bagalegt þegar við sitjum 6-7 metra frá útidyrahurðinni.

Ég held það sé tengi á veggnum hérna fyrir dyrabjöllu og er að spá í hvort það sé ekki hægt að tengja eitthvað ljós í það. Gæti verið sniðugra en að hafa bjöllu.

dagbók
Athugasemdir

Ragga - 21/11/02 17:57 #

Þetta er rosalega flott hjá ykkur, hlakka bara til að koma og sjá ;) kv. Ragga

Guðrún G - 21/11/02 20:58 #

Til hamingju með nýja rýmið. Það er í lagi að þið heyrið ekki í bjöllunni verra með börnin uppi. Kveðja amma barnanna