Örvitinn

Nick Cave spilar tvisvar

Nú er ljóst að Nick Cave mun halda aðra tónleika þar sem strax seldist upp á hina.

Mér finnst samt miklu flottara að fara á fyrri tónleikana ;-)

Dáldið merkilegt hvað íslenskir tónleikahaldarar virðast vera í lélegum tengslum við markaðinn. Það virtist koma mönnum algjörlega í opna skjöldu hversu Rammstein voru vinsælir, enginn nennti að mæta á tónleika Elton John á laugardalsvelli (hvað áttu það að vera tíu þúsund manna tónleikar?)

Af hverju eyða menn ekki eins og hundrað þúsund kalli í að framkvæma markaðaskönnun áður en þeir fara út í þetta. Þó það væri ekki nema til þess að finna hentugra húsnæði en Broadway sem er satt að segja ekkert rosalega gott tónleikahús.

dagbók