Örvitinn

frjáls vilji

Eins og sjá má á dagbókinni hef ég verið ansi upptekinn síðustu daga. Hef ekki haft tíma til þess að pæla í hlutunum.

Á strikinu er trúmaðurinn bro að hrella trúleysingja með rökræðum um frjálsan vilja. Innlegg mitt hefur einungis falist í hugsanalausum innskotum (hmm. eflaust eru innlegg mín alltaf þannig)

Ég fann Selfish Gene bókina mína um daginn, ætla að klára að lesa hana eftir helgi. Spurning um að byrja bara aftur á byrjun.

Ég trúi nú samt á frjálsan vilja. Það væri hálf kjánalegt ef ég væri genetískt mótaður til þess að trúa á frjálsan vilja, hefði enga undankomuleið.

Annars finnst mér þessi umræða eiginlega hálf kjánaleg, veit ekki hvort maður á að reyna að vera taka þátt í henni. Hún er einungis sett fram vegna þess að þarna heldur trúmaðurinn að hann hafi fundið eitthvað atriði þar sem trúlausir standa á gati. Ég gruna að bro hafi fundið þessa tilvitnun á einhverjum spjallþræði og varpi honum hér inn án þess að hafa lesið þessa bók. Auðvitað eru þetta bara fordómar í mér.. en réttmætir fordómar (eins og allir mínir fordómar ;-) )

Vandamál trúmanna felst í því að gera sér grein fyrir að trúlausir eiga ekki í neinum vandræðum með að standa á gati. Maður sættir við bara við að gatið er þarna, kíkir svo á það reglulega og sér hvort maður getur sparslað í það. Ef ekki, þá skoðar maður það betur.

Það að gatið sé til staðar þarf ekki að þýða að gólfið sé ónýtt. Þvert á móti, gólfið er traust og heldur mörgum hæðum.

Ekki var þetta gagnleg pæling.

efahyggja
Athugasemdir

birgir.com - 22/11/02 13:48 #

Ég veit það ekki. Þessi umræða þvingaði mig til gaumgæfa málið frá nýjum hliðum og smíða tilgátur í akkorði.

Verst að það sem ég hélt svo vera eigin snilld var svo eftir allt bara tuggið upp úr Dawkins, ef eitthvað er að marka bro.

Matti Á. - 22/11/02 14:04 #

Ég hef nú þá kenningu að ef hugmynd er gáfuleg þá hljóti Dawkins að hafa sett fram eitthvað svipað, en nú hljóma ég eins og versti trúmaður :-)

Umræðan er auðvitað ágæt að því leiti að maður þarf að gaumgæfa málið. Ég hef bara ekki haft tíma fyrir pælingar undanfarið.

Lofa að ég skal pæla í þessu eftir helgi :-)