afmælisboð
Í dag héldum við afmælisboð fyrir Ingu Maríu, þó þetta hafi verið afmælisdagur minn.
Teitið er lífið, myndlíking sem komst ekki nógu vel til skila :-)
Afmælisboðið gekk vel, ég fékk meira að segja nokkrar gjafir. Jakobína og Jörundur gáfu mér bókina Mannkostir eftir Kristján Kristjánsson en vissu reyndar ekki að ég ætti afmæli. Gáfu mér hana sem þakklætisvott fyrir að laga tölvu strákanna þeirra í gær.
Stebbi gaf mér bókina High Society eftir Ben Elton. Mamma gaf mér skyrtur, amma gaf mér skyrtu og Jóna Dóra gaf mér rakspíra og deodorant.
Hummusið heppnaðist vel.