Örvitinn

enchilada ala dagmar

Eldaði enchilada í gærkvöldi eftir uppskrift sem finna má á innri vef CCP. Rosalega gott, þó ég hafi ekki náð þessu alveg jafn góðu og hér í vinnunni. Held ég hafi eiginlega notað of mikinn kjúkling og farið frekar sparlega með chili.

Ég borðaði að sjálfsögðu alltof mikið af þessu, en á móti kemur að þetta er bráðhollt og grennandi.

Hér er svo uppskriftin.

Ólívu olía
1 rauðlaukur, saxaður
3 hvítlauksrif
3 ferskir rauðir chili pipar, fræhreinsaðir og saxaðir smátt
1 msk ferskur kóríander (n.b notið bara helling og ekki henda stilkunum, notið þá líka
2 dósir hakkaðir tómatar
1 dós tómat púrra
1 eldaður kjúklingur, rifinn niður, ekki nota skinnið
150-250 gr rifinn ostur
500 gr kotasæla
6-8 tortillas

Leiðbeinginar
Hitið ofninn í 200°C
Steikið rauðlaukinn, hvítlaukinn og ferska chilið upp úr ólvíu olíunni
enchilada02.jpg

Bætið tómötum og tómapúrru út á pönnuna

enchilada03.jpg

Hrærið saman í skál kjúkling, kotsælu og kóríander. Ekkert vera að spara kóríanderinn og munið að nota stilkana líka. Setjið helminginn af ostinum saman við.

enchilada01.jpg

Setjið þessa hræru inn í toritalla kökur og raðið í eldfast mót.

enchilada04.jpg

enchilada06.jpg

Hellið tómatchilisósunni yfir tortillurnar og setjið restina af ostinum svo yfir. Hyljið eldfasta mótið með álpappír og eldið í ofninum í 30 mínútur. Takið þá álpappírinn burt og eldið í 15 mínútur í viðbót.

Eldunartími 45 mín (30 með álpappír , 15 án)

enchilada05.jpg

matur