Örvitinn

spádómsgáfa Gary Fowler

Kraftaverkamaðurinn Gary Fowler komst í fréttir um daginn þegar hann spáði rétt fyrir um sigurvegara Big Brother þáttarins í Bretlandi.

Á heimasíðu James Randi ræða menn um greinina í ananova en ætli við þurfum ekki að bíða eftir næsta pistli til að fá svar frá Randi.

Annars er þetta nú frekar gamalt “trikk”, að setja í peningaskáp umslag sem inniheldur spádóm sem rætist. Ef þið skoðið myndbandið á þessari heimasíðu sést meðal annars að Gary Fowler handleikur umslagið og sér um að opna það og taka bréfið úr umslaginu og rétta blaðamanninum. Þetta “kraftaverk” er nú ekki mjög merkilegt í því ljósi

En þarna kemur líka í ljós að nú vill hann að Randi taki áskorun Fowler um milljón dollarana “Surely now James Randi must accept Gary’s challenge for his $1,000,000 prize.”

Þetta er frekar undarlegt þar sem það eina sem Gary þessi þarf að gera er að sætta sig við þau skilyrði sem James Randi hefur sett, því þetta er jú hans áskorun.

Ég spái því að Gary þessi muni fara fram á að setja eigin skilyrði sem mun að lokum valda því að hann mun aldrei taka áskorun James Randi. Gary mun svo lýsa því yfir að Randi hafi verið hræddur við hann.

Þennan spádóm þarf ég ekki að fela í neinu umslagi :-)

efahyggja