Örvitinn

ferðavél tekin í sundur

Ferðavélin mín virðist hafa gefið upp öndina í gærkvöldi. Ég hef að minnsta kosti ekki ennþá náð að koma henni í gang aftur þrátt fyrir að beita hávísindalegum aðferðum (slökkva/kveikja - slökkva/kveikja). Hún ræsist upp en fer ekki einu sinni í bios setup, hvað þá að hún byrji að lesa af harða disknum.

Ég tók lyklaborðið af áðan og fann eina lausa skrúfu inni í henni. Sé þau að önnur skrúfa hefur losnað þar sem þar sem þessi skrúfa passar ekki í skrúfgang sem ég sé að vantar skrúfu í.

Á netinu finnur maður leiðbeiningar um hvernig á að taka Gateway Solo 9300ls ferðavél í sundur. Spurning hvort ég á ekki bara að láta slag standa og rífa hana í sundur.

Ef ég kem henni saman aftur hlítur hún að hafa lagast á einhvern ótrúlegan hátt :-)

tölvuvesen