Örvitinn

hvað get ég sagt

Hvað er að gerast í herbúðum Liverpool? Hvað get ég sagt?

Uppfært 22:00
Liverpool tapaði semsagt fyrir Sundarland og er þetta þarmeð fjórði tapleikur minna manna í röð. Sunderland eru hræðilega lélegir og segir það allt sem segja þarf um getuleysi Liverpool manna.

Michael Owen gat ekki neitt á meðan samherji hans í sókninni, Milan Baros var án efa besti maður Liverpool í leiknum. Vonandi verður Owen hvíldur í næstu leikjum, það er ekkert að koma frá honum. Hann hefur skorað einhver mörk undanfarið en hefur ekkert lagt upp. Leikmenn verða að gefa og þiggja, ekki bara þiggja.

Steven Gerrard sem fyrir nokkrum mánuðum var efnilegast miðjumaður Englands er allt í einu orðinn slakur knattspyrnumaður. Meirihluti sendinga hans er að klikka og hann tæklar ekki eins og hann gerði. Fyrra mark Sunderland má rekja beint til þess að hann sleppti því að fara í tæklingu.

Ljósir punktar í leiknum voru Baros og Diouf. Diao kom ágætlega inn í leikinn líka. Næstu vikur er fjöldi leikja Liverpool í beinni, næst bikarleikur á móti Aston Villa á miðvikudaginn. Vonandi fara þessar stjörnur að hisja upp um sig buxurnar.

Annars má búast við því að breytingar verði á leikmannahópi Liverpool í janúar þegar leikmannamarkaðurinn byrjar aftur.

boltinn