Örvitinn

Coldplay í höllinni

Jæja þá eru þessir tónleikar búnir, fínir tónleikar að mínu mati. Ash hitaði upp og okkur hjónunum þóttu þeir skemmtilegir. Maður þekkti flest lögin þeirra, fleiri en ég hefði átt von á fyrirfram. Regin og Davíð voru ekki hrifnir af þeim voru eitthvað ósáttir við trommarann sem hélt víst ekki takti. Ég gef nú lítið fyrir svoleiðis krítík.

Coldplay mættu svo á svið og spiluðu þétt prógramm. Byrjðu á politik og spiliðu svo til skiptis lög af nýju og gömlu plötunni.

Ég held nú samt að hápunktur kvöldsins hafi verið þegar þeir spiluðu Yellow, að minnsta kosti fannst okkur hjónum það.

Það eina sem skyggði á kvöldið hjá mér voru sætin í höllinni. Ég var bókstaflega að drepast í hnénu þegar leið á kvöldið. Furðulegt með tilliti til þess að ég fann ekki fyrir neinu í bíó í gærkvöldi.

Var því afskaplega feginn þegar allir í stúkunni stóðu á fætur undir lokin þegar Coldplay spiluðu síðustu lögin.

En helvíti er þessi söngvari í Coldplay nú magnaður performer, það má hann eiga.

tónlist