Örvitinn

biskup um trúleysi

Það er viðtal við biskup í Magasín, vikuriti DV. Ég sló inn þá hluta viðtalsins þar sem rætt er um trúleysi.

Er til trúlaus maður?

"Það er til trúlaus maður og það er ekki gott. Það eru líka til siðlausir menn. En trú er manninum eðlislæg og trúlaus maður er sá sem hefur slitið á það sem er manninum helgast"

Hefur þú aldrei efast um tilvist Guðs?

"Ég hef ekki efast um tilvist Guðs en ég hef efast um margt annað. "Þar er tómarúm í sál manns sem er í laginu eins og Guð," sagði vitur maður. Það eru líka mikil sannindi fólgin í orðum Chesterton, sem var enskur hugsuður á öldinni sem var að líða. "Það er ekki satt að sá sem trúir ekki á Guði trúi engu. Hann trúir öllu." Sá sem snýr baki við guðstrú leitar sér gjarna uppbótar og verður upptekinn af alls konar hégilju. Það er mjög mikilvægt að hafa í huga að orðið trú er ekki samheiti við skoðanir. Trú er hins vegar samheiti við tryggð og traust. Það er það sem skilur á milli, að treysta á Guð og halda tryggð við hans orð þó maður efist um eitt og annað í glímunni við lífið. Þar eru alltaf átök.”

Ef einhver afkomenda þinna segði þér að hann væri trúlaus, tækirðu það nærri þér?

”Já, af því að trúin er mér mikilvæg. Auðvitað bið ég þess og þrái að niðjar mínir njóti þess sem mér er dýrmætast en það er ekki mitt að ákveða það fyrir þeirra hönd.”

En þú heldur að maður án trúar sé miklu verr staddur en maður sem á trú.

”Andlega er hann tvímælaslaust verr staddur, veraldlega kannski alls ekki. Trúin leysir ekki öll vandamál. Hún skapar margvísleg vandamál. Á sama hátt og ástin leysir ekki allan vanda, hún getur skapað ótal vandkvæði – en enginn vildi án hennar vera. Aumur er ástlaus maður. Það er eins með trúna. Grundvallarþættir í persónu mannsins eru ástin, trúin og siðgæðið. Ást án trúar, ást án tryggðar, hvað er það? Og hvað er siðgæðið án kærleika? Þarf þetta ekki að haldast í hendur? Ég held það. Við þurfum á kærleikanum að halda. Við þurfum á siðgæðinu að halda. Við þurfum á trúinni að halda. Við þurfum á tryggðinni við Guð og við annað fólk að halda. Við erum ekki bara neytendur í stórmarkaði. Við lifum í samfélagi þar sem hver og einn skiptir máli.

efahyggja
Athugasemdir

Óli - 20/12/02 09:47 #

Þessi maður er náttúrlega ekkert annað en bjáni, það hefur verið löngum vitað, ekki beint málefnalegt eins og margt annað sem frá honum kemur.

Hildur Björk - 20/12/02 12:58 #

Já og ekki nóg með að hann er fáviti heldur heldur hann og fjölskyldan hans upp heilli bókaútgáfu...eiga næstum allt námsefni guðfræðideildar. Svo er athugavert í sambandi við spillingu í íslensku þjóðlífi að Háskóla elítan gat ekki einu sinni unnið þessa feðga frá skólanum eða skrítið..að þeir skipi í allar stöður í guðfræðideild háskólans..hélt að það væri ekki þeirra verk..en svona er ísland í dag:)