Örvitinn

Ensku húsin annan í jólum

Það er siður hjá föðurfjölskyldu minni að hittast annan í jólum í Ensku húsunum í Borgarfirði. Þar er saltaða svínslærið eldað og slakað á í góðum hópi.

Ég og Gyða ákváðum að gista ekki þetta árið þar sem Inga María hefur verið veik undanfarna daga og næturnar hafa gengið frekar brösulega.

Áróra og Kolla urðu eftir og gista með foreldrum mínum.

Maturinn var yndislegur og stemmingin í fólkinu var góð.

Myndirnar eru að sjálfsögðu komnar inn á myndasíðuna. Þar er einnig að finna myndirnar frá ferðinni í fyrra.

dagbók