Örvitinn

flugeldasala

Ég hef aldrei haft gaman af flugeldum. Hvað er málið með að selja einhverjum krakkabjánum púðurkerlingar tvær vikur á ári. Svo kemur það alltaf jafn mikið á óvart að sjá gutta missa putta.

Núna heyrast sprengingar í hverfinu og við erum nýbúin að setja stelpurnar í rúmið. Gyða verður galin ef Inga María getur ekki sofið fyrir þessu helvíti.

Nú er ég ekki maður mikilla hafta en ég skil ekki tilganginn í því að selja flugelda til einstaklinga. Setjum einhverja milljónatugi í að halda grand flugeldasýningar um áramót en hættum þessu helvítis rugli.

Svo er staðreyndin sú að þessi íslenska flugeldahefð er ekkert grand. Landsmenn skjóta upp einhverjum aumingja rakettum þegar áramótin nálgast. Inn á milli skjóta skátar upp afgangs tívolíbombum svona til þess að krydda þetta en annars er þetta bara meðalmennska úti um allt. Það er miklu flottara að sjá almennilega flugeldasýningu, skipulagða af atvinnumönnum. Þar drepa sig engir, nema kannski atvinnumennirnir en það er nú þeirra djobb.

Ég á eftir að myrða þá sem henda að mér kínverja á áramótabrennunni.

kvabb