Örvitinn

póstmódernísk stjórnmál

Þessi flétta með Ingibjörgu undanfarna daga er afskaplega merkileg. Ekki nenni ég að velta mér of mikið upp úr þessu.

Aftur á móti finnst mér viðbrögð stuðningsmanna hennar vera sérlega póstmódernískt. Sannleikurinn er sérlega afstæður í þeirra huga. Hugtök sem maður hefur hingað til talið einföld og skýr er skyndilega loðin og flókin. Ekki er lengur hægt að taka mark á því sem fólk segir, því það sem fólk segir er afstætt.

Uppfært 15:10
Loksins kemur Ingibjörg með góð svör. Í þættinum Silfur Egils er hún búin að bend a á nýjan flöt. "Völd eru ekki það eina sem skiptir máli" Núna er hún semsagt að reyna að saka þá sem telja þetta afleik hjá henni um valdasýki. Pólitík snýst um hugsjónir, ekki völd, segir Ingibjörg núna en ekki í gær, einfaldlega vegna þess að henni datt þetta ekki í hug í gær.

Aftur á móti tel ég þetta nokkuð vænlegan flöt á þessu máli fyrir hana og hennar stuðningsmenn. Ingibjörg Sólrún er ekki valdasjúk heldur hugsjónamanneskja.

Uppfært 15:50
Hvað á ég við með póstmódernisma í stjórnmálum? Jú, nú er Dagur B. Eggertsson í Silfrinu og segir meðal annars að það muni ráðast í næstu kosningum hvort Ingibjörg hafi verið að brjóta trúnað við kjósendur.

Með öðrum orðum, sannleikurinn er afstæður. Ef kjósendur veita Ingibjörgu stuðning, þá var hún ekki að svíkja þá. Ef kjósendur hunsa hana, tja, þá var hún væntanlega að svíkja þá.

Þetta er náttúrulega með ólíkindum. Svo talar Dagur um að þetta séu "nýir tímar" .... póstmódern

ps Væntanlega sagði ég ósatt hér í upphafi þegar ég sagðist ekki nenna að velta þessu fyrir mér. Og þó! Ég er náttúrulega ekki að velta mér mikið upp úr þessu. Ég er bara aðeins að velta mér upp úr þessu. Velta þessu fyrir mér. Að sjálfsögðu er það svo lesandinn sem ræður úrslitum um það hvort ég hafi verið að segja satt eða ósatt.

pólitík