Örvitinn

áramótauppgjör

Hvað gerðist á þessu ári?

Ég kynntist nýju fólki. Varð fyrir vonbrigðum.

Setti upp linux server sem hýsir þennan vef. Lærði eitthvað á linux og get núna bjargað mér í vi.

Hélt grillboð með vinum mínum, það hafði staðið til í langan tíma.

Seldi sál mína og vann of mikið, alltof mikið. Þar af leiðandi eyddi ég ekki nægilega miklum tíma með fjölskyldunni. Sumarfríið mitt var tveir virkir dagar, ég mætti þó til vinnu síðari daginn. Ég er búinn að vera í góðu jólafríi og er strax farinn að sjá þess merki á Ingu Maríu, hún er farinn að kunna betur við þennan skrítna karl.

Vaknaði snemma til að horfa á HM, ég vaknaði hvort sem er snemma í allt sumar þannig að það var lítið mál.

Byrjaði að hlusta á Nick Cave, já ég veit að ég er seinn til en betra er seint en aldrei. Auk þess var árið í ár greinilega rétti tíminn til þess að uppgötva meistarann.

Spilaði fótbolta, það hef ég ekki gert í alltof mörg ár. Í því felst viss endurfæðing, sem er ágætt svona um sama leiti og miðaldrakrísan fer að hellast yfir mig (er nokkuð of snemmt að þjást af miðaldrakrísu 29 ára?)

Hjólaði í vinnuna hvernig sem viðraði, sjö kílómetra hvora leið. Ég hef því hjólað hundruði kílómetra í sumar.

Hafði loksins sjálfstraust til þess að fara í sund með stelpunum mínum.

Kippti mér lítið upp við lætin í kringum Falun Dafa.

Átti fjögurra ára brúðkaupsafmæli, tíminn flýgur.

Var með kynlíf í heilanum.

Braut á kvenþjóðinni.

Braut niður veggi og útbjó sjónvarpsstofu.

Las bókina Atheism, the case against god. Ég les alltof lítið.

Hélt áfram að vera óþolandi efahyggjumaður öllum til ama og leiðinda. Stefni á að halda áfram á þeirri braut :-)

Gleðilegt ár, hafið það gott. Höfum það öll gott.

ps. (ég á eflaust eftir að fínpússa þessa færslu eitthvað á morgun)

dagbók