Örvitinn

Vinur minn Biskup

Karl Biskup heldur áfram þar sem frá var horfið.


"Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi, viðskiptum og stjórnmálum; ótryggð og ótrú ógnar uppeldi barna okkar, sundrar heimilum og fjölskyldum. Valið stendur milli trúar og trúleysis á vettvangi hversdagsins, sem og viðskipta og stjórnmála. Ég er ekki í vafa um að flestir myndu að athuguðu máli velja trúna. Og viðurkenna að þegar allt kemur til alls sé einfaldlega ekkert vit í því að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni. Eða hvað?"

Spáið í því, ef maðurinn væri að tala um önnur trúarbrögð en ekki trúleysi yrði allt snælduvitlaust. Ég held að þetta sé ekki tilviljun. Það er aukin umræða um aðskilnað ríkis og Kirkju. Biskupinn er hræddur, þetta er meðvitaður leikur, gera lítið úr trúleysi, reyna að hræða fólk til trúar.

Það sem ógnar Biskup er skynsemin, ekkert hræðist hann meira en að fólk læri að efast. Efinn er móteitur, efanum þarf að eyða svo hægt sé að breiða út trúarvírusinn.

Uppfært 23:59
Auðvitað notaði ég tækifærið til þess að rífast á strikinu :-)

efahyggja