Örvitinn

bókvarðan

Kíkti í fornbókabúð í dag til að gá hvort ég gæti fundið eintak af Blekking og Þekking.

Hún var ekki til, Bragi vissi samt nákvæmlega hvaða bók ég var að tala um og var bjartsýnn á að hún kæmi inn fljótlega, sagði að hún væri á réttum aldri.

Sennilega töluvert um að fólk komi með bækur úr dánarbúum til þeirra.

Kíki kannski á aðrar búðir á næstunni, held samt að þetta sé sú besta. Það er fornbókabúð á Klapparstígnum, voðalega fín að sjá, það hlýtur að þýða að þar sé lítið úrval bóka

dagbók