Örvitinn

stund milli stríða

Gyða fór í þrítugsafmæli hjá Sirrý, ég er heima með stelpunum.

Inga María er búin að vera í rúminu sínu í allt kvöld sem er í rauninni stórmerkilegur atburður, veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir því :-)

Hún er búin að vakna nokkrum sinnum. Fyrst fljótlega eftir að Gyða fór vegna þess að einhverjir skrattar voru að sprengja flugelda 20 metra frá húsinu okkar. Svo hefur hún vaknað nokkrum sinnum eftir það, stundum líða ekki nema tíu mínútur milli þess að hún vaknar. Ég skokka þá upp til hennar og knúsa hana, hún leggst svo niður og sofnar fljótlega. Ég ligg svo hjá henni í smá stund áður en ég læðist fram.

Uppfært 01:30
Jæja, Gyða er komin heim. Það er ekki laust við að hún hafi verið hissa þegar hún sá að Ingu María var ekki hjá mér í sjónvarpsstofunni. Átti ekki von á því að ég væri fær um að halda henni í rúminu sínu í allt kvöld :-)

dagbók