Örvitinn

enn af leitarvélum

Þar sem ekki er til neitt sambærilegt tól og dictionary.com á íslensku hef ég hingað til stuðst við leit.is þegar ég þarf að tékka á stafsetningu orða. Má segja að ég aðhyllist ákveðna lýðræðishefð þegar kemur að réttritun, það sem fleiri nota tel ég líklegt að sé rétt. Þó hef ég þann fyrirvara á að ég tékka á hver skrifar á hvaða hátt.

Í morgun var ég syfjaður og þurfti að fletta upp orðinu árrisull. Niðurstaðan var þessi. Ég tek að sjálfsögðu mjög mikið mark á henni.

vefmál
Athugasemdir

Regin - 06/01/03 10:14 #

Merkilegt. Ég hef líka notað leit.is mikið í sama tilgangi. Meirihlutinn hefur yfirleitt rétt fyrir sér þegar réttritun er annars vegar, og þá sérstaklega ef fínir vefir eins og althingi.is og annað slík kemur upp. Einnig nota ég þetta aparat til að flokka út innsláttar villur http://vefur.puki.is/.

Matti Á. - 06/01/03 10:22 #

Vefpúkinn er sniðugur, ég mundi ekki eftir því að hann væri til. Set hann í bookmarks hjá mér.