Örvitinn

Ferðin til tunglsins

Í kvöld þegar klukkuna vantar tíu mínútur í níu verður þátturinn Ferðin til tunglsins sýndur í Ríkissjónvarpinu.

Ég stefni á að vera kominn heim til að geta séð þáttinn. Fyrirfram er ég ósköp hræddur um að þarna sé kominn enn einn samsæriskenningarþátturinn. Þar fá yfirleitt öll sjónvarmið að koma fram en með fáum undantekningum þá fá nöttararnir meira pláss.

Ég fann ekkert um þennan þátt á netinu, enda nafnið Dark side of the moon ekki beinlínis leitarvélavænt.

Á vefsíðunni bad astronomy er meðal annars hægt að finna umfjöllun um samsæriskenningarþátt sem sýndur var á fox sjónvarpsstöðinni fyrir þremur árum. Þessi gagnrýni er ágæt samantekt á svörum gegn þvaðrinu í þeim sem halda því fram að tunglferðirnar séu fals.

Ég held reyndar að þetta sé eina rétta aðferðin við að svara þessu liði :-)

Uppfært 21:30
Er að horfa á þáttinn. Ég veit ekki, held að þetta sé grín!

Uppfært 21:40
Þetta var svo bara grín eftir allt saman.

Uppfært 07.01.03 10:00
Deiglan.com fjallar um þáttinn í dag. Ég er sammála því að ég tel vafasamt að sýna þennan þátt undir þeim formerkjum að um heimildarmynd sé að ræða. Þó er spurning hvort formið myndi virka ef það væri ekki gert. Ef heimurinn væri í lagi væri þessi þáttur ágætis vísbending til trúgjarnra einstaklinga um að taka hlutum með fyrirvara. Ég er þó nokkuð viss um að svo mun ekki verða.

efahyggja