Örvitinn

deus ex cinema

Ég er dáldið að láta deus ex cinema fara í taugarnar á mér. Veit ekki alveg ástæðuna. Meira um það síðar.

kvabb
Athugasemdir

Eggert - 10/01/03 01:44 #

ha? hvað? kristilegur kvikmyndavefur? hvað er að því? :) Kvikmyndir rýndar í trúarlegu ljósi? :)

Matti - 10/01/03 10:53 #

Það er svosem ekkert að því þannig talað. Mér finnst þetta bara vera dáldið vafasamt. Held að menn séu stundum full fljótir að tengja eitthvað við Bibbblíuna.

Með öðrum orðum, ég held það skipti nákvæmlegu engu máli hvaða kvikmynd um er að ræða, alltaf er hægt að finna einhverja vísun í Bibbblíuna enda bókin stór og margorð. Ég sé þá ekki tilganginn með þessu, nema í rauninni þann að upphefja Bibbblíuna og Kristni. Reyna að gera meira úr þeirri mítu að Bibbblían sé kjarni vestrænnar menningar. Ef lygin er nógu stór...

Ég reyni að koma þessu betur frá mér síðar.

Þorkell - 17/08/03 17:48 #

Láttu okkur á Deus ex cinema endilega vita hvað er að pirra þig. Ég vil þó taka það fram að þetta er ekki "kristilegur" kvikmydnavefur heldur trúarvefur sem hópur fræðimanna standa að. Markmiðið er annars vegar að fjalla um hvernig unnið er með trúar og siðfræðistef í myndum (hvaða trúarbrögð sem er) sem og að finna hliðstæðu við trúarrit. Þar sem við búum í vestrænni menningu er ekkert óeðlilegt við það að meira sé um umfjallanir út frá kristinni trú.

Árni Svanur - 17/08/03 19:54 #

Tek undir orð Kela, vil endilega vita hvað er að pirra þig :-) Deus ex cinema vefurinn er vettvangur þess rannsóknarhóps sem Deus ex cinema er og sá hópur fæst við að rannsaka trúar- og siðferðisstef í kvikmyndum (þar með talið trúleysi og efa þegar slíkt kemur fyrir í einstökum myndum - og við erum þakklátir fyrir allar góðar ábendingar um slíkt). Nánar um hópinn og vefinn á vefnum sjálfum.

Matti - 17/08/03 21:50 #

Ég var eitthvað búinn að tjá mig um þetta í athugasemdum hjá Árna. Hef svosem litlu við það að bæta.

Það er ekki sanngjarnt að rifja upp sjö mánaða gamla pistla og ætlast til að maður rökstyðji þá :-P

Árni Svanur - 18/08/03 08:40 #

Satt best að segja áttaði ég mig ekki á því fyrst að þetta væri svona gamall pistill :-) Henti ummæli Kela á forsíðunni hjá þér á lofti og ákvað að kommenta líka.