Örvitinn

stríðið um bankana

Var að lesa fyrstu þrjár greinarnar hennar Agnesar Bragadóttur um baráttuna um yfirráðin yfr Íslandsbanka. Náði ekki að lesa fjórðu greinina. Les hana síðar.

Hér er um stórfróðlega samantekt að ræða. Viðskipti snúast um allt annað en heiðarleika. Menn beita blekkingum og brögðum til þess að ná völdum yfir annarra manna fé.

Skondið að þegar Orca hópurinn var einn stærsti eigandi Íslandsbanka voru fyrirtæki þeirra Orca manna áberandi á vanskilalistum Íslandsbanka og Bjarni Ármannsson eyddi mikilli orku í halda utan um viðskipti bankans við þessa aðila. Ég hafði líka heyrt þá gagnrýni áður að Bjarni var ekki alltaf að gæta hagsmuna bankans þrátt fyrir að hann sæti þar í bankastjórastól

pólitík