Örvitinn

næturvakt

Ég er að vinna þessa stundina. Tengist vélinni minni í CCP með VNC og keyri debug session með BoundsChecker á henni. Þýðir ekkert fyrir mig að reyna að keyra BoundsChecker session á ferðavélinni þannig að ég geri þetta í gegnum netið.

Sem dæmi get ég nefnt að ef ég er með alla options virka í Error Checking í BoundsChecker startar forritið sem ég er að keyra ekki upp á þremur tímum. Venjulega tekur það 10 sekúndur að ræsa upp. Ég þarf því að nota einungis hluta af þeim valkostum sem BoundsChecker býður upp á þegar ég renni í gegnum þetta. Samt þarf ég að bíða í svona 5-10 mínútur frá því að ég ræsi forritið og þar til ég get sett testið af stað, hér er skjáskot

Á meðan vinnuvélin púlar ráfa ég um netið. Lítið að gerast á húninum þessa dagana. Trúmenn flúnir af strikinu. Engar Liverpool fréttir eru góðar fréttir!

Alltaf stuð að leita að villum.

tækni