Örvitinn

langur armur kirkjunnar

Það eina sem ég sé athugavert við starf kirkjunnar fyrir atvinnulausa er að þetta er ekki þeirra hlutverk. Hvaða erindi eiga atvinnulausir múslimar á þessa fundi?

Það sem Kirkjan er að gera er að hún er að troða sér út um allt þjóðfélag. Hún heldur t.d. úti mömmumorgnum þar sem nýbakaðar mæður hittast vikulega og rabba saman.

Þegar maður gagnrýnir samband ríkis og kirkju er eitt fyrsta svar trúmanna "hvað með X, hver á þá að gera X" ?

Málið er bara að Kirkjan á ekkert að gera þetta. Ef einhverjir kirkjunnar menn vilja gera þessu góðu hluti á kostnað samfélagsins skulu þeir finna sér vettvang til þess að gera þá fyrir utan vettvang kirkjunnar til þess að þessir góðu hlutir geti sannarlega talist ætlaðir öllum þegnum landsins. Meðan þeir fara fram í hinni kristnu kirkju undir handbendi kristinna presta er ekki hægt að segja að aðrir en kristnir þegnar landsins séu velkomnir.

kristni