meiri blekking og þekking
Jörundur hafði samband við mig í morgun vegna þess að ég nefndi við hann um daginn að mig vantaði ráðgjöf vegna útgáfumála.
Ég og Birgir vorum að velta því fyrir okkur hvort ekki væri hægt að gefa bókina blekking og þekking út aftur.
Ég benti Jöra á síðustu pælingar og hann hringdi aftur í mig áðan.
Hann er búinn að finna ættingja Níelsar í gegnum einhvern starfsmann í Háskólanum, ætlar að hafa samband við þá eftir helgi og svo ætlum við að hittast í næstu viku og taka saman hver kostnaðurinn við þetta gæti orðið.
Ég sagði honum að við myndum sjá um yfirlestur og umbrot. Nefni það jafnvel við hann í næstu viku að ég geti tekið að mér skönnun líka, þarf þá reyndar að redda mér scsi korti og OCR hugbúnaði.
Það er hægt að gera þetta fyrir lítinn pening. Við myndum hugsanlega gefa þetta út í gegnum Háskólaútgáfuna og hann gæti reddað okkur mjög góðum díl á fjölritun eða prentum eftir því hversu upplagið er stórt. Orðið styrkur kom fram í umræðunni en við skulum ekkert vera að velta því fyrir okkur í augnablikinu.
Þetta er semsagt komið í gang.
birgir.com - 24/01/03 20:39 #
Frábært! Ég er meira að segja ekki frá því að Zerg nokkur sé langt kominn með að skanna bókina inn. Og þá er bara að hella sér út í yfirlesturinn.
Regin - 27/01/03 14:17 #
Ég var akkúrat að fá eintak af þessari bók í hendur eftir mikla leit. Núna get ég tekið þátt í þessari háalvarlegu umræðu :)
Matti Á. - 27/01/03 14:50 #
Hvar fékkstu bókina? Ég hef ekki ennþá fundið eintak (reyndar lítið leitað... en samt)
Annars sé ég ekki betur en að þú sért sífellt að dragast nær myrku öflunum ;-)
Regin - 27/01/03 15:12 #
Faðir vinnufélaga míns er bókasafnari. Ég fékk bókina að vísu bara lánaða. Geri kannski tilboð ef bókin heillar mig. Ég er löngu komin yfir á myrku hliðina. Hugsanlega aðeins bjartara yfir mér en ykkur SAMT félögum. Veit annars ekki.
Matti Á. - 27/01/03 15:20 #
"Hugsanlega aðeins bjartara yfir mér en ykkur SAMT félögum. Veit annars ekki."
Þetta er efni í stutta pælingu, skrifa hana bráðlega :-)
Zerg - 31/01/03 18:07 #
Ég búinn að fá öll leyfi fyrir að birta bókina á vefnum auk þess að 70% af henni eru komin á stafrænt form. Þetta verður komið á vefinn fyrir vorið.
Matti Á. - 31/01/03 20:32 #
Ég hafði samband við Jörund hjá Háskólaútgáfunni í dag. Hann er búinn að ræða við einhvern aðstandanda sem tók vel í þetta og reiknar hann með að heyra frá þeim eftir helgi.
Ef bókin er kominn á stafrænt form er ljóst að við getum gefið hana út fyrir ennþá minni pening. Vissulega gaman að fá hana á vefinn, en mér finnst nauðsynlegt að koma bókinni í hendur á fólki.
Eigum við ekki að hefja yfirlestur Zerg ?
birgir.com - 01/02/03 12:57 #
Það má henda tölvutæku afriti af bókinni í hausinn á mér hvenær sem er. Frábært væri að koma henni út fyrir haustið og fá hálfopið bréf til bisshopps birt í Mogga í millitíðinni (glæðir söluna).