Örvitinn

kristið kukl

Æi hvað það er gott að biskupinn blessar barnaspítalann?

Ekki skilja mig svo að þetta kristna blessunar kukl sé að pirra mig mjög mikið, það er bara hræsnin sem pirrar mig. Ég er viss um að Biskupsfíflið hefur hneykslast þegar töfralæknir var fenginn til að fara með þulu á grænlandi um daginn, um leið og Biskupinn er algjörlega ónæmur fyrir þeirri staðreynd að hann er ekkert annað en töframaður sjálfur.

Munurinn á Biskupnum og alvöru töframönnum (þessum sem fara á svið og beita brögðum til að blekkja áhorfendur) er að alvöru töframenn hafa hæfileika. Þeir skemmta fólki, hræra í hausnum á því og fá það jafnvel til að hugsa. Auðvitað koma alltaf einhverjir sauðir út sannfærðir um að þeir hafi orðið vitni að kraftaverkum.

Hvað ætli yrði gert við hæfileikalausan og leiðinlega töframann sem væri sífellt að troða sér með showið sitt um allar trissur. "Sjáið krakkar, ég ætla að galdra kanínu úr hattinum... úbbs, þarna uh, kanínan er týnd en látið bara eins og hún sé hérna... hahahaha, svona nú giskið á spil.. uh, giskið aftur... aftur.. nei, ekki rétt hjá ykkur... "

Ætli hann yrði ekki bara fenginn í það að blessa barnaspítala.

efahyggja
Athugasemdir

Eggert - 26/01/03 14:52 #

Ég hitti nú biskupinn hjá Guðsteini um daginn, var að kaupa á mig buxur. Hann brosti einhverju íbyggnu brosi til Auðar. Þetta hefur biblían kennt honum. Ef þetta hefði ekki verið biskupinn, veit ég ekki hvað ég hefði gert, eða haldið.

Matti Á. - 27/01/03 13:12 #

Við skulum nú ekki álasa Biskupsfíflinu fyrir að hafa brosað til dóttur þinnar, það er svo margt annað sem við getum álasað honum fyrir.