Örvitinn

bílastæðasjóður andskotans

Synjunin var að berast í hús. Ég þarf að skoða þetta betur í kvöld, en samkvæmt því sem Gyða segir þá er rökstuðningur þeirra: "víst er þetta göngustígur"

Ég ætla mér að svara þessari synjun, jafnvel þó úrskurður þeirra sé endanlegur samkvæmt bækling sem ég fékk frá þeim.

Hvernig er það, stenst það lög að stofnun geti komið með endanlegan úrskurð í máli sem snýst um starfsemi hennar ?

Ég enda á því að skrifa borgarstjóra þegar þokkalega heiðarleg manneskja verður komin í þann stól næstu mánaðarmót. (ha, pólitísk ádeila ... ójá, þetta byrgi ég inni)

dagbók
Athugasemdir

Óli - 27/01/03 21:23 #

Hvað sagði ég ekki. Þessi stofnun er eitthvað það fáránlegasta sem að þrífst í RVK. Eins og ég þykist vita Matti er þetta spurning um prinsip en ekki peninga. En ég gafst um á þessu bjánakerfi á sínum tíma. Gangi þér vel og leyfðu okkur að fylgjast með.