Örvitinn

flutningar

Jæja, þá eru Davíð og Særún flutt. Flutningar gengu þokkalega. Þetta var nú ekkert alltof mikið af liði sem Davíð var búinn að safna saman en svosem nægilega stór hópur.

Þetta tók nú samt örlítið lengri tíma en ég hafði gert ráð fyrir þar sem dótið komst ekki allt fyrir í bílnum og því þurfti að fara tvær ferðir. Ég þáði því pizzu og bjór hjá Davíð þar sem ég missti af kvöldmatnum í vinnunni (enchilada ala Dagmar) Þegar ég kom svo í vinnuna var allt búið, engir afgangar til. Það var reyndar eins gott, þar sem ég var búinn að éta meira en nóg. Mig langaði bara svo í smá enchilada.

Ég og Davíð ræddum um að skipuleggja kvenfélagsfund. Ég mætti svo Óla þegar ég var að fara og hann vildi endilega skipuleggja kvenfélagsfund líka. Planið er semsagt að hittast bráðlega, drekka öl og spila eitthvað spil. Jamm, spurning um að brjóta þetta upp.

dagbók
Athugasemdir

Davíð - 03/02/03 10:53 #

hvernig eruð þið um helgina???

Kvennfélagsfundur?

Matti Á. - 03/02/03 10:59 #

Það eru litlar (engar) líkur á því að ég verði laus næstu helgi. Við þurfum að skila Gold Master næstu helgi (sem þýðir vonandi mánudag eftir næstu helgi) og það mæðir mikið á mér við þau skil.

Helgina eftir ætti ég hugsanlega að geta slakað aðeins á ... en svo styttist í útgáfudag og það verður nóg að gera.

En ég get vonandi slakað á næsta sumar :-)