Örvitinn

léleg rök

Varðandi léleg rök friðarsinna og umhverfissinna sem ég vék að í gær, þá er ekkert ólíklegt að þessum rökum sé einfaldlega ekki beint að mér. Hvern er verið að reyna að sannfæra? Væntanlega fjöldann. Hvernig sannfærir maður fjöldann? Ekki með rökum, svo mikið er víst. Skoðum bara hvernig stríðsæsingarmenn tala (þá er ég að tala um Bush og co), þar er greinilega verið að höfða til tilfinninga fólks, alið á ótta og tortryggni.

Mér sýnist svar friðarsinna felast í sömu taktík, þeir ala líka á ótta og tortryggni. Það skiptir mig engu máli hvaðan slíkur málstaður kemur, hann virkar alltaf jafn illa á mig.

En af hverju bauna ég þá frekar á friðarsinna en stríðsæsingarmenn hér? Aðallega er það vegna þess að ég verð miklu meira var við áróður þess hóps. Ég hef eiginlega alveg fengið að vera í friði fyrir stríðsáróðri úr mínu nánasta umhverfi á meðan ég fæ reglulega að heyra friðaráróðurinn. Það sem ég á við er að ég hitti reglulega fólk sem byrjar með ræðuna um að stríðið snústi bara um olíu og að Bush sé fífl. Fjandakornið, hugsanlega hefur fólkið rétt fyrir sér en það hefur samt sem áður litlar sem engar forsendur fyrir þessum fullyrðingum sínum. Þegar fólk fullyrðir eitthvað við mig vill ég að það geti svarað einni einfaldri spurningu: "Hvaða rök/forsendur hefur þú fyrir því"?

Umhverfissinnar eiga frasa sem fer rosalega í taugarnar á mér: "Náttúran verður að njóta vafans".

Hvernig væri að skynsemin fái að njóta vafans.

Meira um Írak: A dove's guide: how to be an honest critic of the war

dagbók efahyggja pólitík
Athugasemdir

Eggert - 05/02/03 21:49 #

Hmm. Saddam Hussein er enginn friðarleiðtogi. Ég væri alveg til í að sjá hann drepinn og rekinn frá völdum. Hins vegar efast ég um að það borgi sig. Ástandið í Miðjarðarhafslöndunum er ekki það beysið, sér í lagi ef tillit er tekið til stöðu Palestínuaraba í Ísrael/Palestínu. Ég hef mestar áhyggjur af því, að arabarnir fari bara í stríð á móti. Og það verði fullt af fólki drepið. En til þess er þetta fólk nú þarna, svo maður geti horft á það drepast í fréttatímanum.