Örvitinn

æfing í kvöld

Var á æfingu á gervigrasinu í laugardal í kvöld í fínu veðri. Smá rigning fyrsta hálftímann, en það var hlýtt og lítill vindur. Átti von á leiðinlegu veðri í dag, var næstum því hættur við að mæta.

Boltinn var stórfínn, ég átti náttúrulega stórleik nema fyrir framan mark andstæðinganna. Allt annað gerði ég vel.

Miðað við það sem ég er búinn að sjá af leik Liverpool og Crystal Palace (er að horfa á seinni hálfleik núna) hefði ég passað vel í fremstu línu Liveprool. Á ekki í neinum vandræðum með að negla boltanum beint í markvörð andstæðinganna !!!

Það er merkilega gaman að spila fótbolta.

0:20
Liverpool tapaði leiknum 2-0. Hvað er eiginlega að gerast. Sumir stuðningsmenn vilja Houllier burt, ég veit ekki hvort það er málið. Houllier þarf bara að drullast til að setja Owen og Heskey á bekking og hafa Mellor og Baros frammi. En eins og Hesky og Owen voru nú slakir í þessum leik voru þeir margfalt betri en Jamie nokkur Carragher. Hvernig stendur á því að þessi leikmaður er algjörlega ófær um að senda hættulega bolta fyrir markið. Hvað eftir annað bjó Diouf til svæði á hægri kantinum, gaf boltann á Carragher sem klúðraði málum svo á einhvern hátt, annað hvort með því að gefa sendingu til baka eða einfaldlega senda boltann á næsta mótherja.

Það hljóta að vera til betri leikmenn en þetta í leikmannahópi Liverpool, ég trúi ekki öðru.

Það er stundum merkilega leiðinlegt að horfa á fótbolta.

boltinn