Örvitinn

áttatíu prósent flóttamanna

Í útvarpsþættinum spegillinn í gærkvöldi heyrði ég að 80% flóttamanna eru konur eða börn.

Þetta eru sláandi tölur. Í þættinum var tekið viðtal við einhverja konu þar sem rætt var um nauðganir og fleira sem skýra áttu þessa stöðu.

En skoðum málið aðeins betur. Ef flóttamenn væru yfir höfuð hjón með tvö börn væri hlutfallið þannig að 75% þeirra væru konur eða börn.

Flóttamenn eru yfirleitt að flýja stríð. Hverjir há stríð og eru drepnir á vígvellinum? Jú, karlmenn. Er þá ekki eðlilegt að karlmenn séu í minnihluta meðal flóttamanna.

Í Júgóslavíu kom það fyrir að öllum ungum karlmönnum á svæðinu var smalað saman og þeir myrtir. Hlutfall kvenna og barna meðal flóttamanna hefur þá rokið upp. Samt er það þannig að mörgum þykja örlög kvennanna verri, að vera nauðgað frekar en myrt. Hvaðan kemur sú firra ? Af hverju kemst fólk upp með að halda því fram að sá sem sé drepinn sleppi vel betur ?

Æi, ég heyrði þessa umfjöllun svosem ekki alla og það getur vel verið að ég hafi verið að misskilja. En staðreyndin er samt sú að fyrirsögnin var. Áttatíu prósent flóttamanna eru konur eða börn.

73% fjölmiðlamanna skilja ekki tölfræði.

pólitík