Örvitinn

með bólu á nefinu

Ég skarta myndarlegri bólu á miðju nefi. Ekki nenni ég að stressa mig á því. Tek mynd þegar ég kem heim.

Í kvöld spilum við í Henson æfingaleik á gervigrasinu í Laugardal. Það er orðið dáldið langt síðan ég hef spilað alvöru fótbolta, geri ráð fyrir að vera við það að æla að leik loknum.

Leikurinn hefst um tíu. Frekar seint fyrir kappleik en það er ekki hlaupið að því að fá tíma á gervigrasvöllum landsins þessa dagana.

Enn og aftur er pantaður skyndibiti í kvöldmatinn hér hjá CCP. Ég segi pass í kvöld.

20:00
"Sunnan 15-20 m/s og slydduél eða skúrir, en lægir seint í nótt." Úff, skyndilega er ég ekkert sérlega spenntur fyrir því að spila útibolta í kvöld.

dagbók