Örvitinn

vænisýki mótmælenda

Alltaf undanfarið þegar einhverju er mótmælt les maður harmakvein mótmælenda um að netmogginn sé að þagga málið niður. Vilji ekkert fjalla um mótmælin (eða ljúgi um fjöldann til að gera lítið úr mótmælunum)

Alltaf birtir netmogginn frétt skömmu eftir atburðinn.

16.02.03 20:30
Er hægt að túlka þetta þannig að ég sé að snúa út úr þessum skrifum? Ekki sýnist mér það en ég er náttúrulega ekki hlutlaus.

pólitík
Athugasemdir

Már Örlygsson - 16/02/03 17:21 #

Mbl.is segir að "um þúsund manns" hafi mótmælt. Það er annað hvort ótúlega léleg fréttamennska/heimildavinna eða að Mbl.is er viljandi að ljúga.

Ég hef þokkalega reynslu af því að áætla fjölda einstaklinga í hópi (fuglatalningartækni) og ég get lofað þér því að fjöldi þátttakenda var ekki undir 2000 manns, og nær því að slaga hátt í 3000 manns ef eitthvað er. Fréttastofa RÚV staðfesti þá stærðargráðu.

Matti Á. - 16/02/03 17:27 #

Það getur vel verið að morgunblaðið sé ekki með fjölda mótmælenda á hreinu. En þeir settu nú inn frétt af mótmælunum skömmu eftir að þeim lauk. Auk þess að fjalla um mótmælin gegn stríði víða um heim.

Það má saka moggann um ýmislegt en ekki að hafa hunsað mótmælin gegn stríði eða viðhorf þeirra sem á móti stríði eru nema síður sé.

Már Örlygsson - 16/02/03 17:36 #

nei, nei, enda var ég ekkert að halda öðru fram en að Mbl.is drógu úr stærð mótmælanna eins og venjulega. :-)

Ég hef tekið þátt í þónokkrum mótmælum undanfarin ár og alltaf hafa Mogginn/Mbl.is gert lítið úr fjölda mótmælenda. Yfirleitt passa þeir sig bara á því að birta hráar fjöldatölur frá Lögreglunni, en Lögreglan hefur það sem vinnureglu að vanáætla fjölda þátttakenda gróflega í sínum skýrslum. Ég veit ekki af hverju það er, en þannig er það nú bara.

Aðrir fjölmiðlar sýna yfirleitt vandaðri vinnubrögð en Mogginn/Mbl.is og leggja sjálfstætt mat á mótmælin. Þó kemur stundum fyrir að fréttastofur hafa ekki tök á að senda fréttamann á svæðið og þá nota þeir stundum tölurnar frá löggunni til að birta eitthvað.

Matti Á. - 16/02/03 18:23 #

Æi ég hef nú heyrt það oftar en einu sinni (og oftar en tvisvar) að það geti verið ansi flókið að telja fjölda á svona samkomum.

Auk þess skyldi maður aldrei gefa sér að eitthvað sé gert af illgirni þegar alveg jafn líklegt er að það sé gert af vanhæfni :-)