Örvitinn

samsærið heldur áfram.

Morgunblaðið fjallar bara ansi ítarlega um mótmælin gegn stríði í Írak. Á blaðsíðu níu (þar liggur samsærið, af hverju svona aftarlega) er fjallað um mótmælin á Íslandi. Talað um að þúsund manns hafi mótmælt í Reykjavík (þær upplýsingar hefur mogginn frá lögreglunni í Reykjavík) og sextán hundruð manns á landinu öllu.

Innar í blaðinu er hálf síða tekin undir umfjöllun um mótmæli víða um heim. (af hverju bara hálf síða, af hverju ekki hálft blaðið)

Ég segi ykkur það, mogginn er að reyna þagga þetta niður.

pólitík