Örvitinn

skráning í trúfélag

Fordómafull trúfélagaskráning

"Það er kannski fullgróft að krefjast þess að Hagstofan hringi í alla íbúa sem fluttu til Íslands á 40 ára tímabili og krefji þá um að gefa upp trú sína vegna eigin mistaka. Hins vegar vona ég að þessi dæmisaga fái fólk til að skoða skráningu sína og ganga úr skugga um að hún sé rétt. Þótt það geti verið óþægilegt að vita af nafninu sínu við hliðina á einhverri trúarstefnu í gagnagrunni á vegum Ríkisins er það örugglega skárra en að styðja fjárhagslega við bakið á einhverju sem menn trúa ekki á."

efahyggja
Athugasemdir

Gyða - 18/02/03 12:41 #

Já ótrúlegt en þetta er ekki allt. Mér var sagt man náttúrulega ekki hver sagði það og ekki var það starfsmaður Hagstofunnar en ég ætla samt að setja það hérna með að þegar fólk flutti á milli kirkjusóknar þá var það skráð í þjóðkirkjuna í leiðinni ef það var trúfélagslaust. Þannig að ef þetta svæði um trúfélag var autt og þú fluttir úr Seljakirkjusókn yfir í Bústaðarsókn (eða eitthvað slíkt) þá varstu settur í Bústaðarsókn jafnvel þó þú hafir í raun aldrei verið í Seljakirkjusókn uuu er ég að koma þessu rétt frá mér æi læt þetta samt frá mér :-) vonandi skilji þið mig svona verður maður af að sofa svona lítið margar nætur í röð.