Örvitinn

stríð og friður

Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að snúa út úr orðum vænisjúka friðarsinnans.

Afskiptasemi NATO af stríðinu í Júgóslavíu var gott stríð. Það að Bandaríkjamenn komu hinum geðsjúku Talibönum frá völdum í Afganistan var/er gott stríð. Ég var þeirrar skoðunar fyrir hryðjuverkin 11/09/01 að eitthvað þyrfti að gera til að bjarga þeirri þjóð frá hrottunum sem héldu henni í gíslingu. Læt það vera að vísa á myndskeið af opinberum aftökum í Afganistan í valdatíð Talibana. Sleppi því að vísa á myndbandið af konunni sem er neydd til þess að skera hausinn af annarri konu. Æi, Bandaríkjamenn höfðu hafa engan rétt á að skipta sér af innanríkismálum annarra ríkja!

Það að saklausir borgarar létust í báðum þessum stríðum var vont Aðgerðarleysi hefði verið verra

pólitík