Örvitinn

hví stendur mér ekki á sama

Á trúarspjallþráðum striksins var ég eitthvað að ergja mig yfir Charles Ndifon "kraftaverkakarli".

Sjúklega langa svarið er ágætt. Málefnalegt og heiðarlegt. Ég hef ekki ennþá fundið aðferð til að svara því vegna þess að ég er að velta því fyrir mér hví mér stendur ekki á sama?

"Trú tengist að vísu mjög oft svona svikahröppum og það er ljótt af þeim að gera slíkt en ósanngjarnt að beina sér bara gegn því en engu öðru." (feitletrun mín)

Ég held þetta sé kjarninn í langa svarinu og ég átta mig ekki alveg á því hvaðan hann kemur. Þetta er náttúrulega rangt, ég er jafn mikið á móti öllu rugli hvort sem það er trú eða grasalækningar. Jesús eða nálastungur. Ég er efahyggjumaður af lífi og sál (les: ég er óþolandi) og nenni ekki að "trúa" hverju sem er.

Af hverju er ég að láta það pirra mig þó einhverjir sauðir séu að láta plata sig úti um allar trissur? Er ekki bara jákvætt að fólki líði betur ?

19.02.03 11:30
Nei, mér þykja það léleg rök að fólk megi vera heimskt í friði. Sérstaklega þegar þau koma frá vinstri mönnum eins og þeim sem skrifar "afskaplega langa svarið". Í þessu tilviki er verið að blekkja fólk. Það er kjarni málsins. Í svarinu líkir lavinia þessu við auglýsingar en staðreyndin er sú að við höfum afskaplega stífar reglur um auglýsingar á Íslandi. Þú mátt ekki ljúga í auglýsingum. Flestum þykir þetta eðlilegt. Það er eðlilegt að í viðskiptum megi ekki ljúga.

Kraftaverkahyskið er í viðskiptum. Það er í þeim bransa að fá fólk til að gefa sér peninga. Að sjálfsögðu geta þeir ekki rukkað fólk um peninga vegna þess að þá væru þeir fyrir löngu komnir í grjótið (auk þess sem þeir þyrftu að greiða skatta) og því nota þeir ýmsar aðferðir til að koma sektarkennd inn í hausinn á fólki auk þess að lofa einhverju sem þeir munu ætla aldrei að standa við. "Þið munuð læknast, á þessari stundu var einhver í salnum að læknast af krabbameini"

efahyggja
Athugasemdir

Eggert - 19/02/03 00:06 #

Þetta eru nú samt engin mótrök. Maðurinn er lygari, og það er fólk þarna sem gæti gert eitthvað annað við peningana sína. Þetta fólk er systematískt verið að blekkja. Frá því er verið að stela, með þeirra samþykki þó.
Vissulega fær það einhverja vellíðan í staðinn, en er nú ekki málið, að þessi falska vellíðan sem fylgir vissu trúarinnar um að allt sem maður geri sé fyrirgefið, og ef maður trúi fari maður til jesú þegar maður deyr, sé hreinlega mannskemmandi?
Ef maður lítur á svipaða trú, en yngri, Íslam, þá eru þar menn sem fremja fjöldamorð/sjálfsmorð út á þennan gúmmítékka.
Ég held líka að það geti alls ekki verið hollt, að 'endurhæfa' fólk og kenna því að allt sem það hafi gert sé fyrirgefið. Það býður hreinlega upp á falska siðgæðiskennd. 'Ef ég geri þetta, og iðrast svo á morgun, þá er það allt í lagi.'

Regin - 19/02/03 10:28 #

Ég verð nú að segja að ég er sammála þessum langa pistli. Ef fólk er nægilega heimskt til þess að kaupa þetta Ndifon blaður, þá verður það bara að súpa seiðið af því. Það má endalaust rífast um hvort að hann sé tengdur Guði o.s.frv. það er gott og blessað. Mér finnst hins vegar ekki rétt að fjalla um þetta út frá greyi fólkinu sem verið er að blekka. Margir vilja láta blekkja sig og það er bara ljómandi. Aðrir eru svo grunnir að þeir láta blekkjast. ÉG held að Það fólk sé nú bara þannig gert að það þyrfti að umbylta þjóðfélaginu í varnarnet og reglugerða fargan til þess að halda "lífinu og tilverunni" frá því, svo e-ð slæmt komi ekki fyrir það.

Matti Á. - 19/02/03 10:46 #

Regin, mér finnst þú lenda í ákveðinni þversögn við sjálfan þig hér. Ég efast um að þú gætir beitt sömu röksemdarfærslu innan þíns starfsvettvangs. Ég efast um að þú værir sammmála sjálfum þér þá !

Tökum sem dæmi þennan úrskurð (ath. pdf skjal) Af hverju er samkeppnisráð að skipta sér af því hverjir slá gras og hverjir slá ekki gras? Þarf að setja reglur um allt. ;-)

Er einhver eðlismunur þarna á?

Regin - 19/02/03 12:32 #

Ég er sammála því að það þurfa að vera reglur um flesta hluti. En þó verði einhverstaðar að draga mörkin. Forsjárhyggjan má ekki vera svo gengdarlaus að það sé hreinlega lamandi. T.d. varðandi forsjárhyggju í fjármálum "auðveldur aðgangur að lánsfé er að leiða fjölskyldur í glötun" væla einhverjar kerlinagr, o.s.frv. Næsta skref er að byrja að skeina fólki. Ndifon fellur utan þessara marka hjá mér.

Matti Á. - 19/02/03 12:41 #

Ok þetta er spurning um mörk.

Staðreyndin er samt einfaldlega sú að þarna er verið að svíkja fé úr fólki.

Það er innan marka, það skiptir máli.

Sérstaklega þegar verið er að svíkja sjúkt fólk. Fólk sem þjáist af alvarlegum sjúkdómum er oft örvæntingarfullt og liggur því vel við höggi. Ég skil fólkið vel að það skuli reyni allt. En ég fyrirlít þá sem misnota þennan hóp.

Það er skylda landlæknis að láta heyra í sér þegar kuklarar koma fram á Íslandi. Það er skylda þeirra sem verða vitni að ranglæti að benda á það. Gera eitthvað í málinu.

birgir.com - 19/02/03 14:45 #

"Það er skylda landlæknis að láta heyra í sér þegar kuklarar koma fram á Íslandi."

Að mínu viti ætti hann að krefjast þess að andalæknarnir sýni fram á getu sína til þeirra lækninga sem haldið er fram að eigi sér stað. Takist þeim það ekki skuli samkomuhaldið bannað.

BB

Regin - 19/02/03 16:20 #

Það er alltaf, allstaðar, endalaust verið að svíkja fé út úr auðtrúa fólki, sem hefur einhvern veikleika. Nupolet, herbalife, grenningarpillur, brjóstastækunarkrem og hvað eina. Ndifon er bara ein hlið á þeim teningi.
Ég held að Thew sé illur vegna þess að lækning hans Ndifon tengist Guði og Guð er e-ð sem Matthias trúi ekki á. Einhver staðar verður að draga mörk og fólk verður að axla ábyrgð og beita skynsemi.

Matti Á. - 19/02/03 16:23 #

Æi Regin, ég er búinn að svara þessu einu sinni og það er útúrsnúningur að koma með þetta aftur.

Ég einskorða mig ekki við Gvuðlega efahyggju ef það hefur farið framhjá þér.

Ég held þú yrðir brjálaður (ég veit það reyndar, hef orðið vitni að því) ef sömu rök yrðu notuð varðandi það starf sem þú sinnir nú.

Regin - 19/02/03 16:31 #

Við verðum bara að vera ósammála :)